Hoppa yfir valmynd
13. maí 2004 Matvælaráðuneytið

Fiskistofa í öðru sæti í ríkisstofnun til fyrirmyndar 2004.

Ríkisstofnun til fyrirmyndar er keppni sem hefur verið við líði síðan 1996 og hafa verðlaun verið veitt 5 sinnum. Að þessu sinni tóku 17 stofnanir þátt, en 5 komust í úrslit. Fjármálaráðherra skipaði nefnd í janúar sl. til að velja þá ríkisstofnun sem skarar fram úr og er til fyrirmyndar í starfi sínu. Stofnanirnar voru metnar út frá því hversu skýr stefnumótun, framtíðarsýn og markmiðssetning stofnunarinnar er, hversu vel henni er fylgt eftir og hversu vel starfsmenn eru meðvitaðir um markmiðssetninguna. Einnig lagði nefndin áherslu á að stefnan beindist út á við og að stofnunin veiti notendum góða þjónustu.

Fiskistofa hefur verið með í öll skiptin og alltaf verið í hópi þeirra 4 - 6 stofnana sem keppt hafa til úrslita. Að þessu sinni fengu tvær stofnanir viðurkenningarskjöl fyrir að vera ríkisstofnun til fyrirmyndar; ÁTVR og Fiskistofa. Keppnin um 1. sætið og verðlaunagripinn var því á milli þessarra tveggja stofnana og þar hafði ÁTVR betur.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum