Hoppa yfir valmynd
13. maí 2004 Heilbrigðisráðuneytið

Fjárfesting fremur en útgjöld

Á fundi heilbrigðismálaráðherra OECD landanna sem nú stendur í París kom fram hjá flestum heilbrigðisráðherrum þeirra 30 ríkja sem eru á fundinum að fremur bæri að líta á kostnaðinn við heilbrigðisþjónustuna sem fjárfestingu hvers samfélags í stað þess að skilgreina hann sem útgjöld, eða eyðslu. Þema ráðherrafundarins í morgun snérist um rannsóknir, nýja tækni og skilvirkni í heilbrigðisþjónustunni. Jón Kristjánsson, heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra, situr fund heilbrigðismálaráðherrana fyrir hönd Íslands, en síðar í dag er gert ráð fyrir að heilbrigðis-og fjármálaráðherrar landanna setjist saman til skrafs og ráðagerða á sérstökum fundi. Í ræðu sinni á fundinum lagði Jón Kristjánsson áherslu á að heilbrigðisyfirvöld landanna settu sér markmið til að vinna eftir til langs tíma og vísaði í máli sínu til Heilbrigðisáætlunar til ársins 2010, sem samþykkt var á Alþingi fyrir nokkrum misserum. Auk þess lagði ráðherra ríka áherslu á mikilvægi þess að menn nýttu sér upplýsingatækni á heilbrigðissviði og undirstrikaði mikilvægi samvinnu og samráð allra þeirra sem sinna heilbrigðisþjónustu, þ.e. yfirvalda, samtaka sjúklinga, fagstétta, stofnana, sjálfboðaliða og fyrirtækja sem starfa á heilbrigðistæknivettvangi.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta