Hoppa yfir valmynd
13. maí 2004 Matvælaráðuneytið

Frumvarp um veiðar dagabáta

FRÉTTATILKYNNING

frá sjávarútvesráðuneytinu.

Sjávarútvegsráðherra hefur lagt fram frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 38/1990, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum. í frumvarpi þessu er lagt til að gerðar verði verulegar breytingar á ákvæðum gildandi laga um veiðar dagabáta. Verður hér á eftir gerð grein fyrir helstu breytingum sem í frumvarpinu felast:

1. Leyfilegum sóknardögum fækki um 10% á næsta fiskveiðiári og verði 18 miðað við að viðmiðunarfjöldi sóknardaga á yfirstandandi fiskveiðiári eru 19 sóknardagar. Sóknardögum fækki hins vegar ekki frekar enda aukist viðmiðunarafli þeirra báta sem verða í sóknardagakerfinu ekki frá því sem hann var á fiskveiðiárinu 2002/2003.

2. Útgerðum báta, sem leyfi hafa til handfæraveiða með dagatakmörkunum gefinn kostur á að stunda veiðar samkvæmt veiðileyfi með krókaaflamarki. Velji útgerð báts sem leyfi hefur til handfæraveiða með dagatakmörkunum að stunda veiðar með krókaaflamarki skal úthluta þeim báti krókaaflahlutdeild í þorski og ufsa í upphafi fiskveiðiársins 2004/2005. Skal krókaaflahlutdeild hvers báts fundin með tilliti til aflareynslu bátsins í þorski og ufsa á öðru hvoru fiskveiðiárinu 2001/2002 eða 2002/2003, að vali útgerðar þannig af reiknigrunnur hvers báts til krókaaflahlutdeildar skal byggja á viðmiðunaraflareynslu hans þannig að til reiknigrunnsins teljast 80% af upp að 50 lesta viðmiðunaraflareynslu, miðað við óslægðan fisk, og 60% af því sem umfram er. Reiknigrunnurinn í þorski skal þó aldrei vera lægri en 15 lestir, miðað við óslægðan fisk.

3. Til móts við þessa breytingu verði hins vegar settar takmarkanir á leyfilegan fjölda handfærarúlla um borð í hverjum báti og jafnframt ákveðið að aukning á vélarstærð hafi áhrif á fjölda sóknardaga.

 

Sjávarútvegsráðuneytið, 13. maí 2004.

 



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta