Rækjuveiðar á Breiðafirði
Fréttatilkynning
Ráðuneytið hefur í dag að fengnum tillögum Hafrannsóknastofnunarinnar gefið út reglugerð þar sem heimilaðar eru rækjuveiðar innan viðmiðunarlínu á Breiðafirði á tímabilinu 15. maí til 20. júní 2004. Bátum sem skráðir eru við norðanvert Snæfellsnes og gerðir þaðan út verður heimilt að stunda veiðar á svæði utan línu sem dregin er réttvísandi norður frá Krossnesvita sunnan 65°10´N.
Sjávarútvegsráðuneytið 13. maí 2004