Hoppa yfir valmynd
13. maí 2004 Dómsmálaráðuneytið

Umsækjendur um embætti héraðsdómara

Hinn 10. maí 2004 rann út umsóknarfrestur um embætti héraðsdómara, sem fyrst um sinn mun ekki eiga fast sæti við tiltekinn héraðsdómstól. Dómsmálaráðherra skipar í embættið frá og með 1. september 2004.

Fréttatilkynning
Nr. 4/ 2004

Hinn 10. maí 2004 rann út umsóknarfrestur um embætti héraðsdómara, sem fyrst um sinn mun ekki eiga fast sæti við tiltekinn héraðsdómstól, sbr. heimild í 1. mgr. 15. gr. laga um dómstóla nr. 15/1998, en eiga fyrstu starfsstöð við Héraðsdóm Reykjavíkur. Auk starfa þar verða honum einnig falin verkefni við aðra héraðsdómstóla. Dómsmálaráðherra skipar í embættið frá og með 1. september 2004.

Um embættið sóttu:

Arnfríður Einarsdóttir, skrifstofustjóri við Héraðsdóm Reykjavíkur, nú settur héraðsdómari við sama dómstól,

Ásgeir Magnússon hæstaréttarlögmaður,

Sigrún Guðmundsdóttir hæstaréttarlögmaður,

Þorsteinn Pétursson, héraðsdómslögmaður, starfar nú sem löglærður fulltrúi sýslumannsins á Selfossi.


Í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu,
13. maí 2004.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta