Hoppa yfir valmynd
14. maí 2004 Utanríkisráðuneytið

Ráðherrafundur Efnahagssamvinnu- og þróunarstofnunarinnar (OECD)

Ráðherrafundur Efnahagssamvinnu- og þróunarstofnunarinnar (OECD) var haldinn í París dagana 13. - 14. maí 2004. Samkvæmt venju var síðari dagurinn helgaður umræðum um milliríkjaviðskipti og er sá hluti fundarins að jafnaði sóttur af ráðherrum utanríkisviðskiptamála.

Að þessu sinni var megin viðfangsefni fundarins umfjöllum um stöðuna í samningalotu Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) um nýja skipan milliríkjaviðskipta, svonefnda Doha-lotu.

Frá ráðherrafundi WTO, sem haldinn var í Cancun í Mexíkó í september 2003, hefur lítið þokast í samningalotunni. Í kjölfar tilboðs Evrópusambandsins sem lagt var fram í síðustu viku, þess efnis að útflutningsbætur á landbúnaðarafurðir yrðu afnumdar í áföngum að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, þá komst aftur skriður á ferlið. Á ráðherrafundi OECD ríkti því mikil bjartsýni og einhugur um að ná mætti samkomulagi á næstu vikum sem gætu tryggt árangursríka niðurstöðu í samningalotunni.

Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri, sat fundinn fyrir hönd utanríkisráðherra.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta