Starfsmannafundur um verkefnaáætlun samgönguráðuneytisins
13. maí síðastliðinn var haldinn starfsmannafundur um verkefnaáætlun samgönguráðuneytisins 2003-2007 í Bláa Lóninu.
Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra hóf fundinn með því að fara yfir helstu verkefni tímabilsins. Hann lagði mikla áherslu á áætlanir sem verið er að vinna að eins og fjarskipta- og ferðamálaáætlanir sem og áætlun um framtíðarskipan flugmála. Þá talaði hann um nýju hafnalögin og mikilvægi þeirra. Einnig um þróun fjármagns til samgöngumátanna þriggja sem hefur verið að aukast.
Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri tók þá við og lagði áherslu á breytt vinnulag í ráðuneytinu, en að undanförnu hefur verið unnið eftir fræðum verkefnastjórnunar. Þá talaði hún um breytt skipulag skrifstofa, en öryggismálin eru komin á eina skrifstofu, ferðamálaskrifstofa er ný skrifstofa í ráðuneytinu og umferðarmálin komu yfir til samgönguráðuneytisins nú um áramótin.
Á eftir ráðuneytisstjóranum komu skrifstofustjórarnir hver af öðrum þar sem þeir sögðu frá verkefnum sinnar skrifstofu á tímabilinu. Þeir greindu frá markmiðum verkefnanna, hvernig og af hverjum þau eru unnin ásamt tímaáætlun og kostnaði.
Fundurinn þótti takast með eindæmum vel og starfsmenn á eitt sáttir um það að slíkir upplýsingafundir þar sem verkefni hverrar skrifstofu eru kynnt væru nauðsynlegir.
Verkefnaáætlun samgönguráðuneytisins 2003-2007
Hér fyrir neðan eru glærur allra fyrirlesaranna:
Sturla Böðvarsson (PDF- 1,10MB)
Ragnhildur Hjaltadóttir (PDF - 343KB)
Unnur Gunnarsdóttir (PDF - 78KB)
Halldór S. Kristjánsson (PDF - 120KB)
Jóhann Guðmundsson (PDF - 46KB)
Sigurbergur Björnsson (PDF - 122KB)
Helga Haraldsdóttir (PDF - 510KB)