Vinnuvistfræði fyrir sjómenn
Viðfangsefni vinnuvistfræðinnar er samspil mannsins og þess umhverfis sem hann lifir og starfar í. Umhverfið tekur til aðstöðu, búnaðar, tækja, skipulags, samskipta og fleiri þátta. Í fyrirrúmi eru þarfir, vellíðan og öryggi fólks.
Í ritinu eru fjallað um vinnuumhverfi og heilbrigðishætti sjómanna. Markmiðið er fyrst og fremst að vekja sjómenn til vitundar um þá ábyrgð sem þeir bera sjálfir á heilsufari sínu og starfsumhverfi og hvetja þá til að hlúa sem best að heilsu sinni og gæta þess að vinnustaður þeirra uppfylli kröfur og væntingar um öryggi og hollustu. Vakin er athygli á ýmsu sem ógnað getur heilsufari sjómanna á vinnustað þeirra og gefnar leiðbeiningar um heppilegt vinnulag og holla lifnaðarhætti sem stuðla að heilbrigði og vellíðan.
Ritinu verður á næstunni dreift ókeypis um borð í öll íslensk skip. Fjármögnun þess er af lið á samgönguáætlun sem ber heitir „Langtímaáætlun í öryggismálum sjófarenda". Vonast er til að með útgáfu ritsins megi auka almenna þekkingu á vinnuvistfræði fyrir sjómenn og stuðla þannig að enn frekara öryggi áhafna íslenskra skipa.