Hoppa yfir valmynd
17. maí 2004 Matvælaráðuneytið

Ný lög.

Lög nr. 4/2004 um breytingu á lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Með lögum þessum verða tvær breytingar á lagaákvæðum um sparisjóði. Í fyrsta lagi er í 1. gr. tekið tillit til athugasemdar sem Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur gert við lagaákvæði um sparisjóði.

Í öðru lagi er í gerð breyting á því hverjir skipa stjórn sjálfseignarstofnunar sem orðið hefur til við hlutafélagavæðingu sparisjóðs.

Lög nr. 22/2004 um breytingu á lögum nr. 17/1991 um einkaleyfi, með síðari breytingum. Lög þessi fel aðallega í sér breytingar á lögum um einkaleyfi vegna innleiðingar tilskipunar 98/44/EB, um lögvernd uppfinninga í líftækni. Enn fremur eru einhverjar breytingar í lögunum byggðar á ákvæðum samningsins um hugverk í viðskiptum (TRIPS-samningsins) og samstarfssáttmálans um einkaleyfi (PCT-samningsins).

Lög nr. 26/2004 um Evrópufélög. Með lögum þessum eru innleidd ákvæði reglugerðar ráðsins (EB) nr. 2157/2001 frá 8. október 2001, um samþykktir fyrir Evrópufélög (SE), þ.e. evrópsk hlutafélög, sem tekin hefur verið upp í EES-samninginn. Auk þess eru í lögunum ýmis ákvæði til fyllingar reglugerðinni.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum