Hoppa yfir valmynd
17. maí 2004 Utanríkisráðuneytið

Stofnun stjórnmálasambands

Stofnun stjórnmálasambands við Gíneu
Stofnun stjórnmálasambands við Gíneu

Stjórnmálasamband við Gíneu

Sendiherrar og fastafulltrúar Íslands og Gíneu hjá Sameinuðu þjóðunum, þeir Hjálmar W. Hannesson og Alpha Ibrahima Sow, undirrituðu á föstudaginn var, 14. maí, í New York yfirlýsingu um stofnun stjórnmálasambands ríkjanna.

Gínea er tæpra 8 milljón manna ríki á vesturströnd Afríku. Helstu auðlindir þess eru auðugar báxítnámur, en það er hráefni, sem notað er í álframleiðslu. Þar er einnig að finna í jörðu gull, demanta og járn.

Fiskimið eru úti fyrir ströndum landsins, en veiðileyfi seld erlendum þjóðum og heimamenn stunda ekki úthafsveiðar. Fátækt er mikil í landinu, meðalævi skömm og fæstir íbúanna eru læsir. Landið hefur þegið umtalsverða þróunaraðstoð undanfarin ár með það að markmiði að auka þjóðartekjur og bæta menntun í landinu.



Stofnun stjórnmálasambands við Gíneu
Stofnun stjórnmálasambands við Gíneu

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta