Hoppa yfir valmynd
19. maí 2004 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Auglýsingar í grunnskólum

Menntamálaráðuneytið vill vekja athygli sveitarstjórna, skólaskrifstofa og grunnskóla á umræðum sem urðu á Alþingi í vetur í tengslum við fyrirspurn til menntamálaráðherra um auglýsingar í grunnskólum.

Til skólastjóra grunnskóla, skólaskrifstofa og sveitarstjórna


Menntamálaráðuneytið vill vekja athygli sveitarstjórna, skólaskrifstofa og grunnskóla á umræðum sem urðu á Alþingi í vetur í tengslum við fyrirspurn til menntamálaráðherra um auglýsingar í grunnskólum, sjá althingi.is. Menntamálaráðuneytið fékk nýlega bréf frá grunnskóla þar sem vakin var athygli ráðuneytisins á aukinni ásókn ýmissa fyrirtækja til þess að auglýsa beint eða óbeint í grunnskólum. Jafnframt var ráðuneytið spurt hvort komið hefði til tals að semja reglur á landsvísu til að takmarka ásókn einkafyrirtækja í grunnskólana.

Ráðuneytið svaraði því til að ekki hafi komið til tals að menntamálaráðuneytið semji slíkar reglur á landsvísu, enda skorti ráðuneytið heimildir til þess. Ráðuneytið telur til fyrimyndar að hvert sveitarfélag setji sér verklagsreglur um auglýsingar í grunnskólum í samráði við grunnskóla sveitarfélagsins. Mikilvægt er að slíkar reglur séu vel kynntar meðal nemenda, starfsfólks skóla og foreldra. Eðlilegt er að birta slíkar verklagsreglur í skólanámskrá skólans.

Menntamálaráðuneytið beinir þeim tilmælum til sveitarfélaga að þau taki þetta mál upp í hverju sveitarfélagi fyrir sig með það að markmiði að settar verði verklagsreglur í samvinnu við skólastjórnendur um auglýsingar í skólum.

F.h.r.

Sólrún Jensdóttir

                                                                                                  Guðni Olgeirsson



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum