Hoppa yfir valmynd
19. maí 2004 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Landmælingar Íslands í fremstu röð


Umhverfisráðuneytið óskar Landmælingum Íslands til hamingju með þann árangur að vera valin ein af fimm stofnunum ríkisins sem komu til greina við val á ríkisstofnun til fyrirmyndar árið 2004.

Í umsögn sérstakrar valnefndar sem var skipuð af fjármálaráðherra, segir um Landmælingar Íslands:

"Á síðustu árum hafa Landmælingar byggt upp öfluga starfsemi þar sem beitt er nútímalegum stjórnunarháttum. Fylgt er skýrri stefnumörkun, vönduðum verkefnaáætlunum og verkferlum og fylgst vandlega með framvindu. Áhersla á að styrkja starfsandann og virkja starfsfólk til þátttöku í mótunarstarfi er til fyrirmyndar. Stofnunin hefur hagnýtt sér stafræna tækni til að þróa nýjar afurðir og þjónustu, gera þjónustuna aðgengilega fyrir notendur og efla jákvæða ímynd. Nefndin telur aðferð við að taka í notkun skorkort áhugaverða sem og þau jákvæðu áhrif sem þetta hefur á stofnunina. Eins telur nefndin til fyrirmyndar hvernig Landmælingar hafa lagt sig fram um [að] bæta nýtingu þess fjár sem varið er til landmælinga og kortagerðar með samstarfssamningum við aðra opinbera aðila."

Sjá nánar frétt á vef Landmælinga og fjármálaráðuneytisins .



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum