Tiltekt í ráðuneytinu
Síðastliðinn föstudag var haldinn tiltektardagur í umhverfisráðuneytinu. Starfsmenn fengu sérmerkta tiltektarboli og hollan morgunverð áður en hafist var handa. Dagurinn var einstaklega vel heppnaður og vel skipulagður af undirbúningsnefndinni. Í lok dagsins kvað sérskipuð dómnefnd upp þann úrskurð að starfsmenn Almennu skrifstofunnar hefðu staðið sig best í tiltektinni og var þeim afhentur farandbikar og verðlaunapeningar til eignar. Starfsmenn hinna skrifstofanna sátu eftir með sárt ennið og lofuðu sjálfum sér og öðrum að taka tiltektardaginn með trompi á næsta ári.