Hoppa yfir valmynd
21. maí 2004 Heilbrigðisráðuneytið

Heilbrigðisþjónusta í fyrsta sæti

Ungbarnadauði er hvergi í heiminum lægri en hér á landi og færri en þrjú börn látast hér á fyrsta ári af hverjum eitt þúsund lifandi fæddum. Þetta kemur fram í gögnum Hagstofunnar sem miðar birtar upplýsingar sínar við meðaltal þriggja ára liðinna ára. Hvergi annars staðar er ungbarnadauði undir þremur af þúsundi lifandi fæddra. 10 börn létust hér á fyrsta ári í fyrra. Annars staðar á Norðurlöndum er ungbarnadauði lægstur í Noregi, 3,4, en hæstur í Danmörku, 4,2. Hér hefur einnig dregið mjög úr svokölluðum burðarmálsdauða. Burðarmálsdauði er hér lægri en annars staðar í heiminum 3,3 af hverjum eittþúsund fæddum. Burðarmálsdauði sem er skilgreindur sem fjöldi látinna á fyrstu viku, að viðbættum andvanafæddum. Eru þessar upplýsingar í samræmi við upplýsingar sem fram koma í vandaðri úttekt á íslenskri heilbrigðisþjónustu sem gerð var af óháðri stofnun (European Observatory on Health Systems and Policies) en að henni standa nokkrar ríkisstjórnir Evrópu, og stofnanir á borð við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina, Evrópska fjárfestingabankann, Alþjóðabankann og London School of Economics and Political Science. Fyrir utan ungbarnadauða og burðarmálsdauða er árangurinn í íslensku heilbrigðisþjónustunni samkvæmt niðurstöðu stofnunarinnar afar góður. Hér verða karlmenn langlífastir í heiminum, staðfest er góð lifun krabbameinssjúklinga eftir greiningu og hér er betri árangur í tæknifrjóvgun en víðast hvar í heiminum svo dæmi séu tekin.

pdf-takn Skýrsla European Observatory um Ísland...

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta