Forsætisráðherra Baden-Württemberg, Erwin Teufel, heimsækir Ísland
Nr. 024.
Forsætisráðherra Baden-Württemberg, Erwin Teufel, heimsækir Ísland dagana 24. - 27. maí 2004. Baden-Württemberg er þriðja stærsta landið í Sambandslýðveldinu Þýskalandi með ríflega 10 milljónir íbúa.
Í heimsókn sinni mun Teufel eiga fund með forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, Davíð Oddssyni, forsætisráðherra og Valgerði Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Hann mun m.a. heimsækja Nýorku, Þjóðmenningarhúsið, Alcan í Straumsvík og eiga fund með Þýsk-íslenska verslunarráðinu.