Styrkveitingar úr Æskulýðssjóði 2004
Menntamálaráðherra hefur samþykkt styrkveitingar úr Æskulýðssjóði alls að upphæð kr. 2.300.000 til 12 verkefna. Alls bárust 59 umsóknir.
Þeir sem hlutu styrki úr Æskulýðssjóði vegna fyrri umsóknarfrests árið 2004 eru eftirtaldir:
Bandalag íslenskra skáta 250.000
Biskupsstofa, fræðslusvið 350.000
Björgunarsveitin Klakkur, ungl.deildin Pjakkur 250.000
Félag framhaldsskólanema 250.000
Hjálpræðisherinn á Íslandi 100.000
Kristileg skólasamtök 150.000
Kristilegt stúdentafélag 100.000
Samráðshópur ungliðahreyfinga stjórnmálaflokka 100.000
Skátafélagið Mosverjar 150.000
Slysavarnarfélagið Landsbjörg 250.000
Ungmennafélag Íslands 200.000
Æskulýðssamband kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum 150.000
Æskulýðssjóður starfar samkvæmt reglum nr. 113 frá 22. janúar 2004. Stjórn Æskulýðssjóðs er skipuð sömu mönnum og skipa Æskulýðsráð ríkisins og gerir stjórnin tillögur til menntamálaráðherra um úthlutun úr sjóðnum. Meginhlutverk sjóðsins er að styrkja eftirtalin verkefni:
1. Sérstök verkefni á vegum æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka sem unnin eru fyrir börn og ungmenni og/eða með virkri þátttöku þeirra.
2. Þjálfun æskulýðsleiðtoga og leiðbeinenda til virkrar þátttöku í æskulýðsstarfi, m.a. með námskeiðum og þátttöku í þeim.
3. Nýjungar og tilraunir í félagsstarfi barna og ungmenna.
4. Samstarfsverkefni æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka á sviði félagsstarfa. Styrkir taka ekki til árvissra eða fastra atburða í félagsstarfi, svo sem þinga, móta eða þess háttar atburða né ferðahópa.
Auglýst er eftir umsóknum úr sjóðnum tvisvar á ári og er umsóknarfrestur auglýstur hverju sinni. Næsti umsóknarfrestur rennur út 10. september 2004.