Úthlutað hefur verið úr Menningarsjóði fyrir árið 2004
Úthlutað hefur verið úr Menningarsjóði fyrir árið 2004. Auglýst var eftir umsóknum 30. janúar og rann umsóknarfrestur út 8. mars s.l. Alls bárust 122 umsóknir að þessu sinni frá 88 aðilum með beiðni um styrki að fjárhæð alls kr. 109 milljónir. Stjórn Menningarsjóðs samþykkti samhljóða að veita 60 styrki, samtals að fjárhæð kr. 15,4 milljónir. Hlutverk Menningarsjóðs er skv. 1. gr. reglugerðar um sjóðinn nr. 707/1994 að veita fjárhagslegan stuðning til útgáfu þeirra bóka á íslenskri tungu, sem verða mega til eflingar íslenskri menningu. Sérstök áhersla skal lögð á að efla útgáfu fræðirita, handbóka, orðabóka og menningarsögulegra rita. Jafnframt getur sjóðurinn veitt fjárhagslegan stuðning annarri skyldri starfsemi s.s. vegna hljóðbókagerðar.
Stjórn Menningarsjóðs skipa þau Bessí Jóhannsdóttir, formaður, Jakob Frímann Magnússon og Kári Bjarnason. Starfsmaður sjóðsins er Björg Ellingsen, stjórnarráðsfulltrúi.
Stjórn Menningarsjóðs.
Úthlutun 2004 (doc - 84KB)