Hoppa yfir valmynd
27. maí 2004 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar - mars 2004. Greinargerð: 27. maí 2004.

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar - mars 2004

Mánaðaruppgjör ríkissjóðs eru nú með breyttu sniði og hefur framsetning afkomuyfirlits verið færð nær almennum sjóðstreymisyfirlitum. Við samanburð á rekstrarafkomu fyrri ára verður að hafa í huga að færsla gjalda er nú nær rekstrargrunni en áður. Þetta hefur þau áhrif að gjöldin verða um 5 milljörðum króna hærri en ella sem veldur því að tölur eru ekki samanburðarhæfar milli ára. Tekjur ríkissjóðs eru hins vegar gerðar upp með sama hætti og áður.

Samkvæmt marsuppgjöri er handbært fé frá rekstri jákvætt um 0,4 milljarða króna sem er 8,3 milljörðum hagstæðari útkoma en á sama tíma í fyrra. Áætlanir gerðu ráð fyrir um 1,2 milljarða jákvæðri stöðu. Tekjujöfnuður reyndist 0,2 milljörðum hagstæðari en áætlað var en hreyfingar á viðskiptareikningum um 1,1 milljarði króna óhagstæðari.

Heildartekjur ríkissjóðs námu 64,6 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs sem er tæplega fjórum milljörðum krónum minna en á sama tímabili síðasta árs. Skýringin á þessu er sú að tekjur af sölu eigna námu 10,8 milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins 2003 en einungis 0,3 milljörðum króna í ár. Innheimta heildartekna ríkisins að frátöldum tekjum af sölu eigna jókst hins vegar um 12,3% frá sama tíma í fyrra. Innheimta skatttekna jókst einnig töluvert eða um 13,1% sem jafngildir 10,8% hækkun að raungildi milli ára. Innheimta tekjuskatta einstaklinga nam 15,5 milljörðum króna og hækkaði um 1,5 milljarða króna frá sama tíma í fyrra og innheimta tekjuskatta lögaðila jókst um 1,3 milljarða króna. Svipaða sögu er að segja af fjármagnstekjuskatti sem jókst um 6,7% að raungildi frá fyrra ári. Innheimta tryggingagjalda jókst um 8% að raungildi og innheimta eignaskatta um 22% að raungildi miðað við sama tíma í fyrra. Tekjur ríkissjóðs af virðisaukaskatti jukust um 1,9 milljarða króna frá sama tíma í fyrra sem jafngildir 9,5% raunhækkun. Innheimta annarra skatta á vöru og þjónustu jókst einnig eða um 6,4% að raungildi. Þetta endurspeglar áframhaldandi aukin umsvif í efnahagslífinu, einkum í neysluútgjöldum heimilanna.

Gjöld fyrstu þrjá mánuði ársins námu 65 milljörðum króna. Að teknu tilliti til breyttrar færslu gjalda er um að ræða 2 milljarða lækkun frá síðasta ári. Þar munar langmestu um að vaxtagjöldin lækka um 3,6 milljarða milli ára þar sem að stór flokkur spariskírteina var á gjalddaga í febrúar 2003. Í samanburði við áætlun eru gjöldin hins vegar 1,9 milljörðum hærri en gert var ráð fyrir. Það er að hluta til um tilfærslu milli mánaða að ræða, sem aðallega kemur fram hjá almannatryggingum og í rekstri sjúkrahúsa. Lántökur námu 34,6 milljörðum króna en afborganir 14 milljörðum. Greiðslur til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins í því skyni að lækka framtíðarskuldbindingar ríkissjóðs námu 1,9 milljörðum króna. Handbært fé jókst um 22,3 milljarða á fyrstu þremur mánuðum ársins.

Sjóðstreymi ríkissjóðs janúar-mars

(Í milljónum króna)

2000

2001

2002

2003

2004

Innheimtar tekjur.............................................

49.704

54.010

55.454

68.337

64.630

Greidd gjöld....................................................

45.210

55.485

55.945

61.957

64.963

Tekjujöfnuður ................................................

4.494

1.475

-491

6.380

-334

Söluhagn. af hlutabr. og eignahl………...........

0

0

0

-10.720

0

Breyting rekstrartengdra eigna og skulda .......

2.350

-1.658

-1.427

-3.590

717

Handbært fé frá rekstri................................

6.844

-3.133

-1.915

-7.930

383

 

 

 

 

 

Fjármunahreyfingar.......................................

-70

-618

1.984

14.335

3.204

 

 

 

 

 

 

Hreinn lánsfjárjöfnuður...............................

6.775

-3.751

69

6.405

3.587

 

 

 

 

 

 

Greiðslur til LSR og LH...............................

-1.500

-3.750

-2.250

-1.875

-1.875

 

 

 

 

 

 

Afborganir lána............................................

-18.355

-6.400

-10.753

-4.953

-13.950

   Innanlands..................................................

-9.565

-6.355

-613

-4.913

-57

   Erlendis.......................................................

-8.790

-45

-10.140

-40

-13.893

 

 

 

 

 

 

Lánsfjárjöfnuður. brúttó.............................

-13.080

-13.902

-12.938

-423

-12.238

 

 

 

 

 

 

Lántökur.......................................................

12.604

13.113

15.634

5.081

34.626

   Innanlands..................................................

5.234

9.433

5.516

12.040

14.239

   Erlendis......................................................

7.370

3.680

10.118

-6.960

20.387

 

 

 

 

 

 

Greiðsluafkoma ríkissjóðs..........................

-476

-789

2.696

4.657

22.388

 

Tekjur ríkissjóðs janúar-mars

(Í milljónum króna)

 

 

 

Breyting frá fyrra ári. %

 

 

 

2002

2003

2004

2001

2002

2003

2004

 

 

Skatttekjur í heild...............................

51.516

54.106

61.191

8,8

2,9

5,0

13,1

 

 

   Skattar á tekjur og hagnað.............

20.483

20.483

23.779

19,7

8,3

0

16,1

 

 

     Tekjuskattur einstaklinga...............

13.672

14.037

15.501

13,5

14,0

2,7

10,4

 

 

     Tekjuskattur lögaðila.....................

1.161

699

2.021

51,1

-48,1

-39,8

189,1

 

 

     Skattur á fjármagnstekjur o.fl..........

5.652

5.747

6.257

24,8

20,6

1,7

8,9

 

 

  Tryggingagjöld................................

5.505

5.656

6.325

6,8

10,9

2,7

11,8

 

 

  Eignarskattar...................................

2.146

1.961

2.392

21,5

-17,5

-8,6

22,0

 

 

  Skattar á vöru og þjónustu.............

23.281

25.867

28.600

0,5

-0,9

11,1

10,6

 

 

     Virðisaukaskattur..........................

14.302

16.008

17.895

2,2

0,0

11,9

11,8

 

 

 Aðrir óbeinir skattar.........................

8.978

9.859

10.705

-2,1

-2,2

9,8

8,6

 

 

       Þar af:

 

 

 

 

 

 

 

 

 

       Vörugjöld af ökutækjum..............

571

859

1.141

-30,1

-31,5

50,4

32,8

 

 

       Vörugjöld af bensíni.....................

1.556

1.728

1.975

-9,0

-3,2

11,1

14,3

 

 

       Þungaskattur.............................

1.573

1.630

1.929

11,9

-5,7

3,6

18,3

 

 

       Áfengisgjald og tóbaksgjald........

1.803

2.247

2.188

-8,3

-0,6

24,6

-2,6

 

 

       Annað............................................

3.475

3.395

3.472

10,4

6,6

-2,3

2,3

 

  Aðrir skattar......................................

102

140

95

51,5

2,0

37,3

-32,1

 

Aðrar tekjur.........................................

3.938

14.231

3.439

7,4

-0,1

261,4

-75,8

 

Tekjur alls...........................................

55.454

68.337

64.630

8,7

2,7

23,2

-5,4

 

 

Gjöld ríkissjóðs janúar-mars

(Í milljónum króna)

 

 

 

 

 

Breyting frá fyrra ári. %

 

2002

2003

2004

2001

2002

2003

2004

 

Almenn mál........................................

6.418

6.161

6.882

-1,8

22,1

-4,0

11,7

 

   Almenn opinber mál.........................

3.798

3.486

3.672

-10,7

31,9

-8,2

5,3

 

   Löggæsla og öryggismál..................

2.620

2.675

3.210

11,9

10,2

2,1

20,0

 

Félagsmál..........................................

34.305

38.500

43.769

20,7

13,1

12,2

13,7

 

Þar af: Fræðslu- og menningarmál.....

8.108

8.757

10.352

14,6

15,1

8,0

18,2

 

           Heilbrigðismál..........................

14.220

15.816

17.595

18,6

18,4

11,2

11,2

 

           Almannatryggingamál..............

10.085

11.799

13.267

29,6

4,0

17,0

12,4

 

Atvinnumál........................................

8.069

7.727

8.611

30,8

-4,0

-4,2

11,4

 

Þar af: Landbúnaðarmál.....................

3.017

2.974

2.982

37,2

-12,1

-1,4

0,2

 

           Samgöngumál..........................

3.019

2.501

3.260

28,3

8,5

-17,2

30,3

 

Vaxtagreiðslur...................................

4.282

5.827

2.698

37,8

-51,7

36,1

-53,7

 

Aðrar greiðslur..................................

2.871

3.742

3.003

40,8

9,2

30,3

-19,7

 

Greiðslur alls.....................................

55.945

61.957

64.963

22,7

0,8

10,7

4,9

 

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta