Stofnun stjórnmálasambands
Hjálmar W. Hannesson, sendiherra og fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, og Margaret Hughes Ferrari, sendiherra Sankti Vinsent og Grenadíneyja, undirrituðu í New York 27. maí 2004, yfirlýsingu um stofnun stjórnmálasambands ríkjanna.
Sankti Vinsent og Grenadíneyjar eru 120 þúsund manna eyríki í Karíbahafi, sem fagnar aldarfjórðungs sjálfstæði í lok þessa árs. Landbúnaður er helsta atvinnugrein landsmanna en ferðaþjónusta næst mikilvægust, þó ekki fjöldaferðamennska, heldur eru eyjarnar einkum vinsælar meðal efnaðs og frægs fólks, sem á þar lystihús og snekkjur.
Á stærstu eyjunni, Sankti Vinsent, er virkt eldfjall, sem gaus síðast fyrir aldarfjórðungi, en fellibyljir eru mesta náttúruvá landsins og hafa oft valdið miklu tjóni.