Hoppa yfir valmynd
28. maí 2004 Utanríkisráðuneytið

Stofnun stjórnmálasambands

Stofnun stjórnmálasambands við Sankti Vinsent og Grenadíneyjar.
Stofnun stjórnmálasambands við Sankti Vinsent og Grenadíneyjar.

Hjálmar W. Hannesson, sendiherra og fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, og Margaret Hughes Ferrari, sendiherra Sankti Vinsent og Grenadíneyja, undirrituðu í New York 27. maí 2004, yfirlýsingu um stofnun stjórnmálasambands ríkjanna.

Sankti Vinsent og Grenadíneyjar eru 120 þúsund manna eyríki í Karíbahafi, sem fagnar aldarfjórðungs sjálfstæði í lok þessa árs. Landbúnaður er helsta atvinnugrein landsmanna en ferðaþjónusta næst mikilvægust, þó ekki fjöldaferðamennska, heldur eru eyjarnar einkum vinsælar meðal efnaðs og frægs fólks, sem á þar lystihús og snekkjur.

Á stærstu eyjunni, Sankti Vinsent, er virkt eldfjall, sem gaus síðast fyrir aldarfjórðungi, en fellibyljir eru mesta náttúruvá landsins og hafa oft valdið miklu tjóni.



Stofnun stjórnmálasambands við Sankti Vinsent og Grenadíneyjar.
Stofnun stjórnmálasambands við Sankti Vinsent og Grenadíneyjar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta