Hoppa yfir valmynd
1. júní 2004 Heilbrigðisráðuneytið

Reykingar bannaðar á veitingastöðum í Noregi

Frá og með deginum í dag, 1. júní, eru allir veitingastaðir í Noregi reyklausir. Breyting á tóbaksvarnalögunum norsku hefur í för með sér að bannað er að reykja á stað sem flokkast sem vinnustaður og þar sem borinn er fram matur og drykkur, eða staður sem opinn er almenningi. Í fréttum norskra fjölmiðla leggur Dagfinn Höybråten, heilbrigðismálaráðherra Noregs, áherslu á rétt starfsmanna veitingahúsa til að starfa í reyklausu umhverfi og að nú geti þúsundir asmasjúklinga og þeir sem þjást af ofnæmi sótt veitingastaði án þess að þurfa að þola reyk. Það eru sveitarfélögin sem fylgja eiga fram lögunum en Vinnueftirlitið norska hefur eftirlit með vinnustöðum.

Reykingar og forvarnarstarf eru ofarlega á baugi hérlendis þessa dagana, enda reyklausi dagurinn í gær. Reykingar karla og kvenna, kynbundin nálgun í forvörnum og meðferðarstarfi verður umfjöllunarefni málþings sem verkefnisstjórn um heilsufar kvenna sem skipuð er af heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra stendur fyrir á Grand - Hóteli, föstudaginn 4. júní. Hægt er að nálgast allar upplýsingar um málþingið hér.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta