Hoppa yfir valmynd
3. júní 2004 Utanríkisráðuneytið

Afhending trúnaðarbréfs

Eiður Guðnason sendiherra, afhenti 2. júní, Roh Moo-hyun forseta Suður-Kóreu (Republic of Korea) trúnaðarbréf sem sendiherra Íslands með búsetu í Peking.

Í stuttu samtali eftir afhendingu trúnaðarbréfsins rómaði forsetinn mjög náttúrufegurð á Íslandi sem hann kvað hafa vakið sérstaka athygli sína í sjónvarpi og nefndi sérstaklega hreina náttúru og auðlindir Íslands í jarðhita.

Forsetinn bað fyrir kveðjur til íslensku þjóðarinnar og vonaðist til að viðskipti og samskipti þjóðanna mundu eflast á næstu árum. Á síðastliðnu ári fluttu Íslendingar inn vörur frá Suður-Kóreu fyrir tæpa tvo milljarða króna. Sveiflur hafa verið í útflutningi frá Íslandi til Suður-Kóreu en árið 2003 var verðmæti útflutningsins frá Íslandi 225 milljónir króna.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta