Hoppa yfir valmynd
3. júní 2004 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Breyting á lögum um tekjustofna sveitarfélaga

Alþingi samþykkti í sl. viku frumvarp félagsmálanefndar Alþingis um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Lögin fela í sér að gildistími bráðabirgðaákvæðis IV við lögin er framlengdur um eitt ár.

Með lögum nr. 60/2002, um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, var ákveðið að veita samtals 735 millj. kr. á árunum 2002–2005 úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til að ljúka átaki til einsetningar grunnskólans í sveitarfélögum með fleiri en 2.000 íbúa. Komið hefur í ljós að enn vantar tæpar 200 millj. kr. upp á að sveitarfélög geti lokið framkvæmdum sem þau eiga rétt á að fá styrktar samkvæmt reglum sjóðsins. Með því að gildistími ákvæðis til bráðabirgða IV er framlengdur um eitt ár, mun lögbundið framlag til Lánasjóðs sveitarfélaga renna til verkefnisins líkt og undanfarin ár. Koma 200 millj. kr. til greiðslu á árinu 2005, í stað 135 millj. kr. samkvæmt gildandi lögum, og 135 millj. kr. á árinu 2006.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta