Hoppa yfir valmynd
4. júní 2004 Dómsmálaráðuneytið

Nefnd til að ræða álitaefni er snerta lög um helgidagafrið

Nefndin hefur lokið störfum og frumvarp lagt fram á alþingi.


Þann 1. júní skipaði dómsmálaráðherra nefnd, skipaðri fulltrúum dóms- og kirkjumálaráðuneytis, Biskupsstofu og Samtaka verslunar og þjónustu, til að ræða álitaefni er snerta lög um helgidagafrið, nr. 32/1997. Nefndin á að semja skýrslu um málið eða gera tillögur um breytingar á lögunum, sé um það samstaða.

Í nefndinni eiga sæti:

Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneyti, formaður

Séra Kristján Valur Ingólfsson, tilnefndur af Biskupsstofu

Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, tilnefndur af SVÞ.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum