Hoppa yfir valmynd
7. júní 2004 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Nýr skrifstofustjóri settur í umhverfisráðuneytinu

Hugi Ólafsson tekur í dag við starfi skrifstofustjóra skrifstofu sjálfbærrar þróunar og alþjóðamála í umhverfisráðuneytinu af Halldóri Þorgeirssyni sem veitt hefur verið tveggja ára leyfi til þess að taka við starfi forstöðumanns vísinda- og tæknisviðs skrifstofu Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna í Bonn. Halldór var valinn úr alþjóðlegum hópi umsækjenda en hann hefur verið aðalsamningamaður Íslands í loftslagsmálum um nokkurt skeið og var formaður vísinda- og tækninefndar Loftslagssamningsins í tvö ár (2002 og 2003).

Hugi Ólafsson hefur starfað í umhverfisráðuneytinu frá 1995, fyrst sem deildarstjóri upplýsingadeildar og síðan sem deildarstjóri stefnumótunardeildar. Hann starfaði sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1987-1989 og 1994-1995 og hjá upplýsingadeild Sameinuðu þjóðanna í New York 1991-1994. Hugi er með BA-gráðu í jarðfræði og stjórnmálafræði frá Occidental College í Los Angeles og Masters-gráðu í alþjóðastjórnmálum frá Columbia-háskóla í New York. Maki Huga er Jóhanna Magnúsdóttir stjórnmálafræðingur og eiga þau tvo syni.

Fréttatilkynning nr. 21/2004
Umhverfisráðuneytið



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta