Hoppa yfir valmynd
8. júní 2004 Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Fundur mennta- og vísindaráðherra aðildarlanda Norðurskautsráðsins

Er þetta í fyrsta sinn sem slíkur fundur er haldinn.

Á morgun verður haldinn, í Reykjavík, fundur mennta- og vísindaráðherra aðildarlanda Norðurskautsráðsins. Til fundarins boðar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, og er þetta í fyrsta sinn sem slíkur fundur er haldinn. Tilgangur hans er að kanna viðhorf til nánara samstarfs landanna á sviði mennta- og vísindamála á komandi árum m.a. í ljósi bættra samgangna, loftslagsbreytinga og þeirrar efnahagslegu þróunar sem spáð er á norðurslóðum. Fundinn sækja ráðherrar Norðurlandanna, þ.m.t. Færeyja, Grænlands og Álandseyja, en einnig ráðherrar frá Bandaríkjunum, Kanada og Rússlandi. Fundurinn er haldinn í tengslum við fund norrænu menntamálaráðherranna hér á landi en tengist jafnframt formennskuáætlun Íslands í Norðurskautsráðinu.

Fundurinn hefst með fundi sérfræðinga sem haldinn er samhliða fundi norrænu menntamálaráðherranna fram að hádegi. Þar verða flutt 8 erindi um viðhorf og forsendur í löndunum til aukins samstarfs. Þar verða kynnt viðhorf frumbyggja til aukins samstarfs á þessu sviði og flutt erindi um möguleika upplýsingatækninnar til bættra samskipta á þessu víðáttumikla og strjálbýla svæði. Síðdegis verður svo formlegur fundur ráðherra Norðurskautslandanna allra. Fyrir þeim fundi liggur m.a. til samþykktar viljayfirlýsing um samstarfsáherslur á komandi árum. Fundinn sækja alls um 70 manns, 11 ráðherrar og vararáðherrar ásamt aðstoðarmönnum og gestum sem boðið er að vera viðstaddir fundinn.

Blaðamönnum gefst kostur á að ræða við fundarmenn á Hótel Nordica að fundi loknum kl. 17:00

Meðfylgjandi er nánari lýsing á dagskrá fundarins og fundarefni.

Meeting_of_Ministers (doc - 47KB)



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á hjalp@utn.is

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta