Hoppa yfir valmynd
8. júní 2004 Forsætisráðuneytið

Undirbúningur að tilhögun þjóðaratkvæðagreiðslu

Undirbúningur að tilhögun þjóðaratkvæðagreiðslu um frambúðargildi laga um breytingu á útvarpslögum nr. 53/2000 og samkeppnislögum nr. 8/1993

Forseti Íslands tilkynnti hinn 2. þ.m. að hann myndi synja staðfestingar frumvarpi til laga um breytingu á útvarpslögum nr. 53/2000 og samkeppnislögum nr. 8/1993, sem Alþingi hafði á stjórnskipulegan hátt samþykkt hinn 24. f.m.

Ríkisstjórnin hefur af þessum sökum ákveðið að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu þá sem vísað er til í 26. gr. stjórnarskrárinnar og skipa starfshóp til að undirbúa lagasetningu um tilhögun hennar. Starfshópurinn skal m.a. taka afstöðu til þess við hvaða tímamark er eðlilegt að miða að slík atkvæðagreiðsla fari fram, hverjir eiga að teljast kosningarbærir í henni og hvaða skilyrði eðlilegt er að setja um þátttöku og afl atkvæða í atkvæðagreiðslunni.

Í starfshópnum eiga sæti hæstaréttarlögmennirnir Karl Axelsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, sem jafnframt er formaður, Andri Árnason, Jón Sveinsson og Kristinn Hallgrímsson. Með hópnum starfar af hálfu forsætisráðuneytis Kristján Andri Stefánsson deildarstjóri.

Mælst hefur verið til að starfshópurinn hraði störfum eins og kostur er.


Í Reykjavík, 8. júní 2004.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta