Hoppa yfir valmynd
10. júní 2004 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar - apríl. Greinargerð: 10. júní 2004.

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar - apríl 2004

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar - apríl 2004

Mánaðaruppgjör ríkissjóðs eru nú með breyttu sniði og hefur framsetning afkomuyfirlits verið færð nær almennum sjóðstreymisyfirlitum. Við samanburð á rekstrarafkomu fyrri ára verður að hafa í huga að færsla gjalda er nú nær rekstrargrunni en áður. Þetta hefur þau áhrif að gjöldin verða um 5 milljörðum króna hærri en ella sem veldur því að tölur eru ekki samanburðarhæfar milli ára. Tekjur ríkissjóðs eru hins vegar gerðar upp með sama hætti og áður.

Samkvæmt apríluppgjöri er handbært fé frá rekstri neikvætt um 2,7 milljarða króna sem er 0,2 milljörðum lakari útkoma en á sama tíma í fyrra. Áætlanir gerðu ráð fyrir um 0,4 milljarða jákvæðri stöðu. Tekjujöfnuður reyndist 3 milljörðum hagstæðari en áætlað var en hreyfingar á viðskiptareikningum um 6,1 milljarði króna óhagstæðari.

Heildartekjur ríkissjóðs námu rúmlega 91 milljarði króna á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs sem er nánast sama fjárhæð og á sama tímabili síðasta árs. Innheimta skatttekna jókst hins vegar töluvert, eða um 14,4% sem jafngildir 12% hækkun að raungildi milli ára. Skýringin á þessum mun er sú að tekjur af sölu eigna námu um 10,8 milljörðum króna á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2003 en einungis 0,3 milljörðum króna í ár. Innheimta tekjuskatta einstaklinga nam um 21 milljarði króna sem er um 2,3 milljörðum króna meira en á sama tíma í fyrra og innheimta tekjuskatta lögaðila jókst um 1,9 milljarða króna. Innheimta fjármagnstekjuskatts jókst um 7,5% sem jafngildir 5,2% raunhækkun á milli ára og innheimta tryggingagjalda jókst um 3,3% að raungildi. Þess má geta að launavísitala Hagstofunnar hækkaði um 3,6% á sama tímabili. Tekjur ríkissjóðs af virðisaukaskatti jukust um 3,7 milljarða króna frá sama tíma í fyrra sem jafngildir 12,5% raunhækkun. Innheimta annarra skatta á vöru og þjónustu jókst einnig eða um 6,3% að raungildi. Þetta endurspeglar áframhaldandi aukin umsvif í efnahagslífinu, einkum í neysluútgjöldum heimilanna.

Gjöld fyrstu fjóra mánuði ársins nema 90,2 milljörðum króna og hækka um 6,5 milljarð milli ára, en að teknu tilliti til breyttrar lotunar gjalda nemur hækkunin um 1½ milljarði króna. Skýrist hækkunin nær alfarið af auknum greiðslum til almannatrygginga eða um 2,7 milljarða, þar sem lífeyristryggingar vega þyngst. Á móti vegur að vaxtagjöldin lækka um 0,9 milljarða milli ára þar sem að stór flokkur spariskírteina var á gjalddaga í febrúar 2003. Í samanburði við áætlun eru greiðslur 1,8 milljörðum hærri en gert var ráð fyrir. Það er að hluta til um tilfærslu milli mánaða að ræða, sem aðallega kemur fram hjá almannatryggingum, auk þess sem verið er að nýta inneignir fyrra árs í vegaframkvæmdum.

Lántökur námu 32 milljörðum króna en afborganir voru 25 milljarðar. Þá voru greiddar 2,5 milljarðar króna til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins í því skyni að lækka framtíðarskuldbindingar ríkissjóðs. Greiðsluafgangur jókst um 5 milljarða á fyrstu fjórum mánuðum ársins.

Sjóðstreymi ríkissjóðs janúar-apríl

(Í milljónum króna)

2000

2001

2002

2003

2004

Innheimtar tekjur.............................................

68.029

72.307

77.246

91.224

91.107

Greidd gjöld....................................................

59.434

72.542

80.131

83.693

90.236

Tekjujöfnuður ................................................

8.595

-235

-2.885

7.531

871

Söluhagn. af hlutabr. og eignahl………...........

0

0

0

-10.720

0

Breyting rekstrartengdra eigna og skulda .......

3.190

-1.209

-2.099

710

-3.589

Handbært fé frá rekstri................................

11.785

-1.444

-4.984

-2.479

-2.717

 

 

 

 

 

 

Fjármunahreyfingar.......................................

71

-490

2.619

14.900

3.231

 

 

 

 

 

 

Hreinn lánsfjárjöfnuður...............................

11.856

-1.934

-2.365

12.421

514

 

 

 

 

 

 

Greiðslur til LSR og LH...............................

-2.000

-5.000

-3.000

-2.500

-2.500

 

 

 

 

 

 

Afborganir lána............................................

-18.903

-21.441

-16.696

-5.642

-25.018

   Innanlands..................................................

-10.113

-6.688

-6.555

-4.932

-3.171

   Erlendis.......................................................

-8.790

-14.753

-10.141

-710

-21.847

 

 

 

 

 

 

Lánsfjárjöfnuður. brúttó.............................

-9.047

-28.375

-22.061

4.279

-27.004

 

 

 

 

 

 

Lántökur.......................................................

14.080

29.416

26.343

-550

32.004

   Innanlands..................................................

6.743

8.683

2.190

9.141

11.618

   Erlendis......................................................

7.337

20.734

24.153

-8.591

20.386

 

 

 

 

 

 

Greiðsluafkoma ríkissjóðs..........................

5.034

1.042

4.281

3.728

5.000

 

 

Tekjur ríkissjóðs janúar-apríl

(Í milljónum króna)

 

 

 

             Breyting frá fyrra ári. %

 

 

 

2002

2003

2004

2001

2002

2003

2004

 

 

Skatttekjur í heild...............................

70.679

73.592

84.206

5,7

5,2

4,1

14,4

 

 

   Skattar á tekjur og hagnað.............

25.421

25.535

30.205

17,0

8,1

0,4

18,3

 

 

     Tekjuskattur einstaklinga...............

18.048

18.645

20.963

11,9

14,7

3,3

12,4

 

 

     Tekjuskattur lögaðila.....................

1.710

1.040

2.952

30,3

-41,9

-39,2

183,8

 

 

     Skattur á fjármagnstekjur o.fl..........

5.663

5.850

6.290

28,1

17,3

3,3

7,5

 

 

  Tryggingagjöld................................

7.334

7.771

8.315

8,9

9,2

6,0

7,0

 

 

  Eignarskattar...................................

3.060

2.668

3.108

14,9

-9,9

-12,8

16,5

 

 

  Skattar á vöru og þjónustu.............

34.720

37.489

42.442

-2,4

3,9

8,0

13,2

 

 

     Virðisaukaskattur..........................

23.042

24.812

28.529

-2,4

7,3

7,7

15,0

 

 

 Aðrir óbeinir skattar.........................

11.677

12.677

 

13.913

-2,3

-2,2

8,6

9,7

 

 

       Þar af:

 

 

 

 

 

 

 

 

 

       Vörugjöld af ökutækjum..............

827

1.193

1.699

-31,7

-24,1

44,3

42,4

 

 

       Vörugjöld af bensíni.....................

2.098

2.213

2.619

-6,4

-7,4

5,5

18,3

 

 

       Þungaskattur.............................

1.795

1.794

2.081

9,4

-2,0

-0,1

16,0

 

 

       Áfengisgjald og tóbaksgjald........

2.374

3.126

3.092

-1,5

-3,1

31,7

-1,1

 

 

       Annað............................................

4.583

4.351

4.422

6,4

6,4

-5,1

1,6

 

  Aðrir skattar......................................

144

129

136

39,8

5,1

-10,4

5,4

 

Aðrar tekjur.........................................

6.572

17.632

6.901

14,4

28,5

168,3

-60,9

 

Tekjur alls...........................................

77.246

91.224

91.107

6,3

6,8

18,1

-0,1

 

 

Gjöld ríkissjóðs janúar-apríl

(Í milljónum króna)

 

 

2002

2003

2004

2001

2002

2003

2004

Almenn mál........................................

8.712

8.537

9.083

4,1

21,0

-2,0

6,4

   Almenn opinber mál.........................

4.865

4.923

4.946

-0,3

19,7

1,2

0,5

   Löggæsla og öryggismál..................

3.846

3.614

4.137

10,4

22,6

-6,0

14,5

Félagsmál..........................................

47.090

52.301

59.609

20,1

13,9

11,1

14,0

Þar af: Fræðslu- og menningarmál.....

10.528

11.506

13.447

13,4

14,5

9,3

16,9

           Heilbrigðismál..........................

19.334

21.504

23.560

17,0

19,1

11,2

9,6

           Almannatryggingamál..............

14.644

16.368

19.098

30,4

6,3

11,8

16,7

Atvinnumál........................................

10.759

10.620

11.406

24,0

0,2

-1,3

7,4

Þar af: Landbúnaðarmál.....................

3.812

3.892

3.863

16,3

-10,1

2,1

-0,7

           Samgöngumál..........................

4.253

3.676

4.572

36,7

14,5

-13,6

24,4

Vaxtagreiðslur...................................

9.802

7.807

5.926

37,1

2,0

-20,4

-24,1

Aðrar greiðslur..................................

3.768

4.429

4.213

50,7

3,5

17,5

-4,9

Greiðslur alls.....................................

80.131

83.693

90.236

22,1

10,5

4,4

7,8

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta