Hoppa yfir valmynd
10. júní 2004 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Ráðherra á ferð með Jöklarannsóknafélagi Íslands

Hvannadalshnúkur 7.6.2004
Hvannadalshnukur

Siv á toppnum í ca 2119 m hæð á Hvannadalshnúki 7. júní 2004.Dagana 6. - 8. júní sl. fór Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra í þriggja daga ferð með Jöklarannsóknafélagi Íslands á Vatnajökul í tilefni af ákvörðun um að stofna þjóðgarð við á Vatnajökli. Jöklarannsóknafélagið sinnti marvíslegum rannsóknum í þessari ferð, m.a. var hæð Hvannadalshnúks mæld með GPS landmælingatæki í tilefni af því að 100 ár eru liðin síðan hnúkurinn var fyrst hæðarmældur af J.P. Koch en þá mældist hann 2.119 metrar yfir sjávarmál. Spennandi verður að sjá hve hnúkurinn hár hann mældist nú en niðurstöður mælinganna verða ljósar eftir nokkra daga því bíða þarf eftir gagnavinnslu frá gervitunglum. Fleiri myndir og ferðasöguna er að finna á vef ráðherrans www.siv.is.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum