Veggspjald eftir ERRÓ
Síðastliðið haust komu forsvarmenn aðalskrifstofu UNESCO að máli við íslensku UNESCO-nefndina og leituðu hófanna um milligöngu til að fá listamanninn Erró til að leggja baráttumálum UNESCO lið. Erró tók málaleituninni mjög vel og varð niðurstaðan sú að ein af þekktustu myndum hans prýðir nú nýjasta veggspjald UNESCO sem er helgað skilningi þjóða á milli.
Frummyndin heitir "Detailescape" eða syrpa af nákvæmnisatriðum og hefur þegar vakið mikla eftirtekt. Meðfylgjandi eru myndir af veggspjaldinu og af þeim Koïchiro Matsuura, aðalframkvæmdastjóra UNESCO og Erró þegar aðalframkvæmdastjóranum var afhent fyrsta eintak af veggspjaldinu.
(Fréttatilkynning frá íslensku UNESCO-nefndinni)