Hoppa yfir valmynd
11. júní 2004 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Auglýst eftir sérfræðingi á fjármálasvið

Laust er til umsóknar starf sérfræðings á fjármálasviði menntamálaráðuneytis.

Laust er til umsóknar starf sérfræðings á fjármálasviði menntamálaráðuneytis. Um er að ræða fullt starf. Meginviðfangsefni eru fjárlagagerð og eftirlit með rekstri stofnana ráðuneytisins, auk tilfallandi verkefna. Viðkomandi verði virkur þátttakandi í framkvæmd stefnu ráðuneytisins um árangursstjórnun.

Viðkomandi skal hafa háskólapróf í viðskiptafræði, hagfræði, stjórnsýslufræði eða aðra sambærilega menntun. Áhersla er lögð á færni í mannlegum samskiptum, frumkvæði og fagleg vinnubrögð. Þekking á skólamálum, er kostur. Laun greiðast samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.

Nánari upplýsingar veitir Kristín Jónsdóttir skrifstofustjóri.Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsferil sendist menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 28. júní 2004.

Menntamálaráðuneytið, 11. júní 2004.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum