Starf ritara/sérfræðings á skrifstofu yfirstjórnar
Menntamálaráðuneytið óskar eftir að ráða ritara/sérfræðing til starfa á skrifstofu yfirstjórnar ráðuneytisins.
Starfið er mjög fjölþætt og felst í almennum ritara- og skrifstofustörfum auk sérhæfðra verkefna.
Menntunar og hæfniskröfur
- Háskólapróf
- Mjög góð íslenskukunnátta
- Góð kunnátta í ensku og a.m.k. einu norðurlandamáli - önnur málakunnátta er kostur
- Lipurð í mannlegum samskiptum
- Góð, almenn tölvukunnátta
Umsóknarfrestur er til og með 28. júní nk. Laun verða skv. kjarasamningi Félags háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins og fjármálaráðherra.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Kristín Jónsdóttir skrifstofustjóri. Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsferil sendist menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 28. júní 2004.
Menntamálaráðuneytið, 11. júní 2004.