Hoppa yfir valmynd
14. júní 2004 Innviðaráðuneytið

Framtíð lýðræðis í upplýsingasamfélaginu

Lýðræðið er margþætt hugtak. Í vaxandi mæli er litið á aðgengi að upplýsingum, nýja samskiptatækni, möguleika almennings til aðkomu að ákvarðanatöku, og aðra slíka þætti þegar rætt er um þróun lýðræðisins. Almenn notkun upplýsingatækninnar á Norðurlöndum og margvíslegir möguleikar í samskiptum milli opinberra aðila og almennings hafa opnað nýja sýn á hvernig tæknin getur styrkt lýðræðið.

Íslendingar gegna formennsku í norrænu samstarfi árið 2004. Að frumkvæði Íslendinga var í byrjun ársins sett á laggirnar Lýðræðisnefnd sem í sitja fulltrúar allra ríkisstjórna á Norðurlöndum.

Í. ágúst n.k. verður haldin ráðstefna um framtíð lýðræðis í upplýsingasamfélaginu. Norræna ráðherranefndin um málefni upplýsingasamfélagsins ber ábyrgð á skipulagi ráðstefnunnar í samvinnu við Lýðræðisnefndina.

Á dagskrá ráðstefnunnar eru fyrirlestrar og umræður um upplýsingatækni og lýðræðið. Norrænir vísindamenn, stjórnmálamenn ásamt sérfræðingum munu halda fyrirlestra er fjalla m.a. um:

  • Áhrif upplýsingatækni á lýðræðið
  • Hið opna norræna samfélag og aðgang að upplýsingum
  • Stafrænu gjána og persónuvernd í upplýsingasamfélagi
  • Starf og tillögur Lýðræðisnefndar

Ráðstefnan verður haldin í tengslum við ráðherrafund norrænna upplýsingtækniráðherra. Geir H. Haarde mun stýra þeim fundi og taka þátt í ráðstefnunni sem hefst á pallborðsumræðum þar sem norrænu upplýsingatækniráðherrarnir skiptast á skoðunum um framtíð lýðræðisins á Norðurlöndum næstu áratugi.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta