Hoppa yfir valmynd
16. júní 2004 Utanríkisráðuneytið

Nýir sendiherrar

Nr. 29

Þann 1. júlí nk. verður Tómas Ingi Olrich, fv. menntamálaráðherra skipaður sendiherra í utanríkisþjónustu Íslands. Hann mun fyrst um sinn starfa í ráðuneytinu en hverfur til starfa erlendis síðar á árinu.

Berglind Ásgeirsdóttir, sem verið hefur í tímabundnu leyfi sem ráðuneytisstjóri félagsmálaráðuneytisins vegna starfa sinna hjá Efnahags- og Framfarastofnuninni, OECD, hefur að áeggjan stofnunarinnar fallist á að framlengja ráðningu sína um tvö ár til viðbótar frá og með 1. september nk. Í því ljósi hefur verið ákveðið að Berglind flytjist úr embætti ráðuneytisstjóra í félagsmálaráðuneytinu í embætti sendiherra í utanríkisþjónustunni frá þeim degi og hverfa til starfa í utanríkisráðuneytinu við samningslok hjá OECD. Berglind var ráðin til starfa í utanríkisþjónustunni fyrst árið 1978 og starfaði bæði í ráðuneytinu og á sendiráðunum í Bonn og Stokkhólmi áður en hún tók við starfi ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins.

Bergdís Ellertsdóttir verður skipuð sendiherra frá 1. september nk. Bergdís var ráðin til starfa í utanríkisþjónustunni árið 1991 og hefur starfað á viðskipta og aþjóðaskrifstofu ráðuneytisins, á sendiráðinu í Bonn og hjá alþjóðastarfsliðinu í NATO.

Utanríkisráðuneytið, Reykjavík, 16. júní 2004.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta