Heimsókn framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins til Íslands
Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, Jaap De Hoop Scheffer, mun koma í heimsókn til Íslands í dag 18. júní. Gert er ráð fyrir því að hann lendi á Reykjavíkurflugvelli kl. 16:30 og haldi þaðan til fundar með Davíð Oddsyni, forsætisráðherra og Halldóri Ásgrímssyni, utanríkisráðherra í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Um kvöldið mun forsætisráðherra halda kvöldverðarboð fyrir framkvæmdastjórann á Þingvöllum.
Boðað hefur verið til blaðamannafundar í ráðherrabústaðnum kl. 18:00 í dag.