Dómsmálaráðherrar Norðurlanda funda
Fréttatilkynning
Nr. 7/2004
Dómsmálaráðherrar Norðurlanda héldu í dag, 22. júní 2004, fund á Höfn í Hornafirði. Björn Bjarnason stjórnaði fundinum, en Ísland gegnir nú formennsku í Norrænu ráðherranefndinni. Ráðherrarnir urðu sammála um að herða baráttuna gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi. Slík glæpastarfsemi vex stöðugt og þetta form af alþjóðlegri starfsemi er orðið ógnvekjandi.
Þrátt fyrir að alþjóðavæðingin þyki almennt jákvæð og stuðli að bættu sambandi þjóða og aukinni velferð hefur hún sínar neikvæðu hliðar. Ein af hinum neikvæðu afleiðingum er að alþjóðleg glæpastarfsemi hefur aukist umtalsvert síðustu ár og breiðst út um allan hinn vestræna heim. Hin ólöglega starfsemi tekur á sig hinar ýmsu myndir, þ.á.m. peningaþvætti, verslun með fólk og fíkniefnasmygl. Á sama hátt er alþjóðleg hryðjuverkastarfsemi vaxandi vandamál.
Spilling er vandamál, sem er tengt alþjóðlegri glæpastarfsemi og það var rætt hvernig finna mætti samnorrænar lausnir á vandanum. Meðal tillagna var stofnun sérlegra stofnana eða aðila til að berjast gegn spillingu eins og nefnt er í samningi SÞ gegn spillingu. Samnorrænt átak til að koma í veg fyrir norræn fyrirtæki sem starfa erlendis taki þátt í spillingu byggir á OECD-samningi um sama efni. Önnur hugmynd sem kom fram er samnorræn námsstefna með fulltrúum frá lögreglu, ákæruvaldinu og dómsmálaráðuneytum. Þá er mikilvægt að skoða betri aðferðir og kerfi fyrir innra eftirlit opinberra aðila og nauðsyn er á meiri upplýsingum og kennslu í siðfræði og heiðarleika. Loks ætti átak gegn spillingu að ná til samvinnu allra Eystrasaltsríkjanna.
Ráðherrarnir ræddu nánar framtíð samvinnu Norðurlandanna um réttarkerfið.
Að endingu var rætt hvernig hin nýja stjórnarskrá Evrópusambandsins muni hafa áhrif á lagasamvinnu bæði hinna þriggja norrænu Evrópusambandslanda og landanna tveggja, Noregs og Íslands, sem eru aðildarlönd hins evrópska efnahagssvæðis.