Hoppa yfir valmynd
28. júní 2004 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Ársfundur OSPAR-samningsins var settur í dag

65_110x160
OSPAR

Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra opnaði í dag ársfund Samningsins um vernd Norðaustur-Atlantshafsins, hins svokallaða OSPAR-samnings, sem haldinn er í Reykjavík dagana 28. júní til 2. júlí. Um 90 manns frá mörgum Evrópuríkjum sækja fundinn. Á dagskrá fundarins eru fjölmörg atriði sem tengjast vernd hafsins gegn mengun og öðrum ógnum sem að lífríki þess stafar.

Umhverfisráðherra sagði í opnunarávarpi sínu að OSPAR gegndi mikilvægu hlutverki í augum Íslendinga, því lífsafkoma þjóðarinnar byggðist á hreinleika Norðaustur-Atlantshafsins og því að lifandi auðlindir sjávar væru nýttar á sjálfbæran hátt. OSPAR hefði sett það markmið á ráðherrafundi árið 1998 að koma ástandi hafsvæðisins í viðunandi horf innan einnar kynslóðar hvað hreinleika hafsins og sjálfbærni varðar. Unnið hefði verið að þessu á markvissan hátt, m.a. með því að koma á samvinnu við hagsmunaaðila í atvinnulífi og umhverfisverndarsamtök. Jákvæð skref hefðu verið tekin, m.a. með löggildingu Stokkhólmssamningsins um takmarkanir á losun þrávirkra lífrænna efna og með minnkun á losun geislavirkra efna frá kjarnorkuendurvinnslustöðinni í Sellafield í Bretlandi. Viðfangsefni á borð við geislamengun, kvikasilfursmengun og áhrifa loftslagsbreytinga á hafið yrðu ekki leyst ein og sér, heldur kölluðu á víðtæka samvinnu ríkja og hagsmunaaðila.

Ávarp umhverfisráðherra í heild á ensku.

Fréttatilkynning nr. 25/2004
Umhverfisráðuneytið



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta