Hoppa yfir valmynd
30. júní 2004 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Gunnar Hoppe hlýtur sænsk - íslensku menningarverðlaunin

Stjórn Sænsk - íslenska samstarfssjóðsins hefur ákveðið að veita prófessor Gunnari Hoppe sænsk - íslensku menningarverðlaunin árið 2004 fyrir margháttuð störf í þágu samskipta þjóðanna, ekki síst á vísindasviðinu þar sem Gunnar Hoppe er í fremstu röð jarðvísindamanna.

Stjórn Sænsk - íslenska samstarfssjóðsins hefur ákveðið að veita prófessor Gunnari Hoppe sænsk - íslensku menningarverðlaunin árið 2004 fyrir margháttuð störf í þágu samskipta þjóðanna, ekki síst á vísindasviðinu þar sem Gunnar Hoppe er í fremstu röð jarðvísindamanna. Hann var rektor Stokkhólmsháskóla árin 1974-78 og sat í byggingarnefnd Norræna hússins í Reykjavík og síðan í stjórn hússins frá 1968-91, svo fátt eitt sé nefnt.

Í umsögn sjóðsins vegna verðlaunaveitingarinnar segir að Gunnar Hoppe hafi gegnt lykilhlutverki við að koma á fót þremur stofnunum sem hafi haft mikla þýðingu fyrir samskipti Íslands og hinna Norðurlandanna. Auk Norræna hússins eru tilgreindar skipulagðar rannsóknarferðir norrænna jarðfræðinga til Íslands og Norræna eldjallastöðin á Íslandi. Í ritum sínum fjallar hann mjög oft um jarðfræði Íslands og hefur stýrt margvíslegu rannsóknastarfi á eldjöllum Íslands. Hann átti einnig þátt í því að Sænsk - íslenski samstarfssjóðurinn varð að veruleika. Sænsk - íslensku menningarverðlaunin hafa áður fallið í skaut þýðandanum Inge Knutson, Einari Braga rithöfundi, leikhúsfólkinu Báru Lyngdal Magnúsdóttur og Peter Engkvist og Aðalsteini Davíðssyni málfræðingi og orðabókarhöfundi. Verðlaunin eru að upphæð 25.000 sænskar krónur. Formaður sjóðsins, þingmaðurinn Lars Wegendal, afhenti þau þann 17. júní sl.

Stjórn Sænsk - íslenska samstarfssjóðsins, 30. júní 2004.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta