Lýðheilsustöð eins árs – starfsemin kynnt og opnuð ný heimasíða
Lýðheilsustöð var formlega stofnuð með lögum um Lýðheilsustöð nr. 18/2003, þann 1. júlí 2003. Í tilefni eins árs afmælis var í dag efnt til kynningar á starfsemi stöðvarinnar, Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra undirritaði nýja reglugerð um landsnefnd og ráðgefandi ráð Lýðheilsustöðvar og einnig opnaði hann formlega nýja heimasíðu Lýðheilsustöðvar á léninu http://www.lydheilsustod.is. Eins og fram kemur í lögum er hlutverk Lýðheilsustöðvar að "efla lýðheilsustarf og samræma það, annast fræðslu til almennings um heilbrigði og heilsueflingu í samstarfi og samvinnu við landlækni og aðra eftir því sem við á og styðja starfsemi stofnana og frjálsra félagasamtaka til eflingar lýðheilsu. Lýðheilsustöð skal vera stjórnvöldum til ráðgjafar um stefnumótun á sviði lýðheilsu. Forgangsröðun verkefna skal vera í samræmi við heilbrigðisáætlun. Stöðin fylgist með árangri af lýðheilsustarfi og stuðlar að rannsóknum á sviði lýðheilsu í samvinnu við landlækni og mennta- og rannsóknastofnanir."
Nánar...