Hoppa yfir valmynd
2. júlí 2004 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Fréttatilkynning

Árni Magnússon, félagsmálaráðherra ásamt Dr. Bingu wa Mutharika, forseta Malaví.
Félagsmálaráðherra í Malaví

Fjögurra daga heimsókn félagsmálaráðherra til Malaví lauk í dag með fundi ráðherra og forseta landsins, Dr. Bingu wa Mutharika. Á fundinum ræddu þeir þróunarsamvinnu landanna sem staðið hefur yfir í 15 ár. Forsetinn lagði áherslu á mikilvægi félagsmála og að Malaví hefði mikla þörf fyrir stuðning á því sviði. Félagsmálaráðherra lýsti yfir vilja á áframhaldandi stuðningi íslenskra stjórnvalda við Malaví.

Félagsmálaráðherra átti sömuleiðis fund í dag með ráðherra jafnréttis og félagsmála, frú Joyce Banda. Á fundinum undirrituðu ráðherrarnir viljayfirlýsingu um samskipti ráðuneytanna og mögulega aðstoð Íslendinga.

Tímamót urðu í samskiptum landanna er félagsmálaráðherra opnaði við hátíðlega athöfn sendiráð Íslands í höfuðborg landsins Lilongwe þann 30. júní. Þá afhenti ráðherra, fyrir hönd Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, menntamálayfirvöldum nýbyggðan barnaskóla í Msaka þorpi þar sem meira en 1000 börn munu njóta menntunar við mun betri aðstæður en fyrr.

Malaví er eitt af 15 fátækustu ríkjum heims. Það er eitt helsta samstarfsland Þróunarsamvinnustofnunar Íslands og nýtur mestrar aðstoðar þeirra landa sem stofnunin starfar í.


Opnun sendiráðs Íslands í LilongweÁrni Magnússon, félagsmálaráðherra
ásamt frú Joyce Banda, jafnréttis-
og félagsmálaráðherra Malaví.

Félagsmálaráðherra svarar spurningum fréttamanna að loknum fundi með forseta Malaví.

Félagsmálaráðherra svarar
spurningum fréttamanna að
loknum fundi með forseta Malaví.

Prentvænt efni:


Mynd 1 (Jpeg, 1 Mb.)
Mynd 2 (Jpeg, 1 Mb.)
Mynd 3 (Jpeg, 1 Mb.)

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta