Hoppa yfir valmynd
5. júlí 2004 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Gestastofa Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls opnuð

Davíð Egilson forstjóri Umhverfisstofnunar, Siv og Guðbjörg Gunnarsdóttir þjóðgarðsvörður í þjóðgarðinum Snæfellsjökull 04/07/2004.
img_4997a

Sunnudaginn 4. júlí sl. opnaði Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra gestastofu Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls að Hellnum að viðstöddu fjölmenni. Gestastofan er í nýuppgerðu fjárhúsi en þar verður einnig menningarmiðstöð Snæfellsbæjar í framtíðinni. Í tilefni af opnuninni var boðið upp á ýmsar uppákomur. Landverðir skoðuðu lífríkið í fjörunni með gestum og buðu upp á stuttar gönguferðir þar sem áhersla var lögð á söguna.

Í gestastofunni er boðið upp á margvíslegan fróðleik fyrir börn og fullorðna. Á sýningunni í gestastofunni er lögð áhersla á náttúrufar svæðisins undir Jökli og lífsskilyrði vermanna áður fyrr. Reynt er að tvinna þessa þætti saman þannig að nútímamaðurinn geti betur sett sig í spor vermannanna. Í geststofunni er í boði listasmiðja þar sem ungir jafnt sem aldnir geta notið góðra stunda í listrænum tilburðum. Gaman er að geta þess að allt fræðsluefni gestastofunnar er aðgengilegt fyrir sjónskerta og blinda á blindraletri.

Gestastofa Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls að Hellnum verður opin alla daga í sumar kl. 9-17 og er frítt inn.

Fleiri myndir eru að finna á vef ráðherra: siv.is



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum