Hoppa yfir valmynd
5. júlí 2004 Matvælaráðuneytið

Umsóknir um stöðu rektors við Landbúnaðarháskóla Íslands.

Skipað verður í stöðuna til 5 ára frá 1. ágúst næstkomandi.

Umsækjendur eru 14 og þeir eru:

Ágúst Sigurðsson. Landsráðunautur í hrossarækt og ráðunautur í erfða- og kynbótafræði hjá Bændasamtökum Íslands,hrossaræktandi og bóndi.

Árni Bragason. Forstöðumaður Náttúruverndar- og útivistarsviðs Umhverfisstofnunar.

Áslaug Helgadóttir. Aðstoðarfostjóri Rannsóknastofnunar landbúnaðarins.

Björn Steinbjörnsson. Héraðsdýralæknir í Austurlandsumdæmi nyrðra og framkvæmdastjóri Dýraspítala Austurlands á Egilsstöðum.

Eiríkur Blöndal. Framkvæmdastjóri Búnaðarsamtaka Vesturlands.

Ingibjörg S. Jónsdóttir. Prófessor við háskólasetrið á Svalbarða.

Ingileif Steinunn Kristjánsdóttir. Kennari við Vallaskóla á Selfossi.

Ívar Jónsson. Prófessor í viðskiptafræðideild Háskólans á Bifröst.

Kristín Vala Ragnarsdóttir. Prófessor í umhverfisjarðfræði við háskólann í Bristol í Bretlandi.

Magnús B. Jónsson. Rektor Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri.

Ólafur Melsted. Aðstoðarskólameistari við Garðyrkjuskóla ríkisins.

Róbert Hlöðversson. Framkvæmdastjóri Nýju skoðunarstofunnar hf.

Sveinn Aðalsteinsson. Skólameistari Garðyrkjuskóla ríkisins.

Þorsteinn Tómasson. Forstjóri Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum