Úrskurður vegna lagningar Djúpvegar
Þann 1. júlí 2004 sl. var kveðinn upp í umhverfisráðuneytinu úrskurður vegna stjórnsýslukæru vegna úrskurðar Skipulagsstofnunar frá 12. desember 2003 um mat á umhverfisáhrifum Djúpvegar (61) - Eyrarhlíð, Hörtná í Súðarvíkurhreppi. Í úrskurði ráðuneytisins er úrskurður Skipulagsstofnunar staðfestur með því skilyrði að framkvæmdaraðili standi fyrir athugun á því hvort gulönd verpi í Hrútey í samráði við Náttúrufræðistofnun Íslands áður en framkvæmdir hefjast svo draga megi úr hugsanlegum áhrifum framkvæmdarinnar á varpstaði hennar. Úrskurðurinn í heild.