Hoppa yfir valmynd
9. júlí 2004 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Fyrirlestur Mary Harney aðstoðarforsætisráðherra Írlands í Þjóðmenningarhúsinu

Mary Harney, aðstoðarforsætisráðherra Írlands sem fer með málefni vísinda- og tækni þar í landi verður í opinberri heimsókn hér á landi dagana 15. og 16. júlí n.k.

Mary Harney, aðstoðarforsætisráðherra Írlands sem fer með málefni vísinda- og tækni þar í landi verður í opinberri heimsókn hér á landi dagana 15. og 16. júlí n.k. í boði menntamálaráðherra Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur og iðnaðar- og viðskiptaráðherra Valgerðar Sverrisdóttur.

Mary Harney mun segja frá skipulagi stefnumótunar á sviði vísinda og tækni á Írlandi og fjalla um helstu atriði í stefnu ríkisstjórnarinnar þar í fyrirlestri í Þjóðmenningarhúsinu fimmtudaginn 15. júli n.k., kl 16:00-17:00.

Fyrirlesturinn er öllum opinn.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta