Heilbrigðisráðherra á Kárahnjúkum
Jón Kristjánsson, heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra, kynnti sér aðstæður heilbrigðisþjónustunnar við Kárahnjúka í gær. Heimsótti ráðherra sjúkraskýlið á framkvæmdasvæði Impregilo í fylgd fulltrúa frá heilbrigðismálaráðuneytinu og Heilbrigðisstofnun Austurlands. Hann ræddi við lækni og hjúkrunafólk á staðnum og fékk upplýsingar um heilbrigðisþjónustu á svæðinu, samskiptin við starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Austurlands og aðrar stofnanir sem veita heilbrigðisþjónustu við starfsmenn sem vinna við virkjunarframkvæmdirnar. Þá kynnti ráðherra sér sömuleiðis heilbrigðisþjónustuna sem Landsvirkjun býður starfsmönnum sínum upp á.