Hoppa yfir valmynd
19. júlí 2004 Dómsmálaráðuneytið

Dómsmálaráðherra skipar í nefndir

Dómsmálaráðherra hefur skipað Gunnlaug Claessen hæstaréttardómara að nýju formann nefndar um dómarastörf, er gegna skal störfum sem mælt er fyrir um í IV. kafla laga um dómstóla nr. 15 frá 25. mars 1998. Jafnframt hefur dómsmálaráðherra skipað Ingibjörgu Benediktsdóttir hæstaréttardómara varamann hans. Gildir skipun þeirra til 15. maí 2010.
Aðrir nefndarmenn eru Friðgeir Björnsson héraðsdómari, varamaður hans Hjördís Hákonardóttir dómstjóri. Þau eru tilnefnd af Dómarafélagi Íslands og er skipunartími þeirra til 15. maí 2008. Sigurður Líndal fyrrverandi prófessor er tilnefndur af lagadeild Háskóla Íslands og er varamaður hans Stefán Már Stefánsson prófessor. Skipunartími þeirra er til 15. maí 2006.

Hinn 28. júní sl. skipaði dómsmálaráðherra bótanefnd samkvæmt IV. kafla laga um greiðslu ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota nr. 69/1995.
Í nefndinni eiga sæti Dögg Pálsdóttir hrl. sem er formaður nefndarinnar, Margrét Gunnarsdóttir hdl. og Erla Árnadóttir hrl. Varamenn eru Guðný Björnsdóttir hdl., Hjördís Halldórsdóttir hdl. og Sigurlaug K. Jóhannesdóttir lögfræðingur.

Hinn 15. júlí sl. skipaði dómsmálaráðherra stjórn Persónuverndar samkvæmt 36. gr. laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, nr. 77/2000.
Stjórnina skipa Páll Hreinsson prófessor sem er formaður stjórnarinnar, Valur Árnason lögfræðingur sem er varaformaður og Ólafur Garðarsson hrl. meðstjórnandi. Varmenn þeirra eru Kristín Edwald hdl., Tryggvi Viggósson hdl. og Ástríður Grímsdóttir sýslumaður. Þá eru einnig í stjórninni Haraldur Briem læknir sem er tilnefndur af Hæstarétti. Varamaður hans er Vilhelmína Haraldsdóttir. Ennfremur Svana Helen Björnsdóttur formaður Skýrslutæknifélags Íslands. Varamaður hennar er Arnaldur Axfjörð varaformaður sama félags og eru þau tilnefnd af því.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum