Veiðigjald lagt á í fyrsta sinn
Fréttatilkynning
frá sjávarúvegsráðuneytinu
Veiðigjald lagt á í fyrsta sinn
Þegar nýtt fiskveiðiár hefst 1. september n.k. verður veiðigjald lagt á útgerð í fyrsta sinn. Sjávarútvegsráðherra ákvað í gær gjaldið sem nemur 1,99 kr. á hvert þorskígildiskíló úthlutaðra veiðiheimilda eða landaðs afla einstakra tegunda. Gera má ráð fyrir að gjaldið skili ríkissjóði um 935 m.kr. á fiskveiðiárinu 2004/2005 en mundi skila um 1.475 m.kr. væri gjaldið komið að fullu til framkvæmda.
Veiðigjaldið er fundið út með þeim hætti að frá aflaverðmæti tímabils sem hefst 1. maí næstliðins árs og lýkur 30. apríl er dreginn reiknaður olíukostnaður, launakostnaður og annar rekstarkostnaður sama tímabils. Af þeirri fjárhæð sem eftir stendur er reiknað 9,5% (nú 6%). Síðan er deilt í þá fjárhæð með þorskígildum sem standa að baki aflaverðmætinu sem lagt er til grundvallar útreikningnum. Með því fæst veiðigjald sem lagt verður á úthlutaðar aflaheimildir og landaðan afla á komandi fiskveiðiári.
Í eftirfarandi töflu má sjá útreikning veiðigjalds og áætlaðrar innheimtu á fiskveiðiárinu 2004/2005. Jafnframt má sjá samanburð við útreikning sem birtist í frumvarpi til laga um veiðigjald og sem lagður var til grundvallar við ákvörðun Alþingis árið 2002.
Viðmið í lögum um veiðigjald* |
Veiðigjald komið að fullu til framkv. |
Veiðigjald fiskveiðiárið 2004/2005 |
|
Aflaverðmæti |
60.858 m.kr. |
68.184 m.kr. |
|
Olíuliður |
6.218 m.kr. |
6.259 m.kr. |
|
Annar kostnaður |
17.568 m.kr. |
20.180 m.kr. |
|
Laun 39,8% |
24.222 m.kr. |
27.137 m.kr. |
|
Viðmið veiðigjalds |
12.850 m.kr. |
14.608 m.kr. |
|
Til útreiknings veiðigjalds 9,5% |
1.221 m.kr. |
1.388 m.kr. |
6% 877 m.kr. |
Afli í þíg. sem lagður er til grundvallar við útreikning á aflaverðmæti og veiðigjaldi |
460.000 þíg.t |
441.350 þíg.t |
441.350 þíg.t |
Veiðigjald sem lagt verður á úthlutaðar aflaheimildir og landaðan afla á næsta fiskveiðiári. kr./kg þíg. |
2,65 kr./kg þíg. |
3,14 kr./kg þíg. |
1,99 kr./kg þíg. |
|
|||
Áætluð úthlutun og afli næsta fiskveiðiárs |
470.000 þíg.t |
470.000 þíg.t |
470.000 þíg.t |
Áætluð álagning veiðigjalds fiskveiðiárið 2004/2005 m.v. ofangreindar forsendur: |
1.245 m.kr. |
1.475 m.kr. |
935 m.kr. |
* Rauntölur árið 2000 skv. upplýsingum Þjóðhagsstofnunar
Alþingi ákvað að veita eigendum fiskiskipa aðlögunartíma þannig að veiðigjaldi verði komið á í jöfnum þrepum frá 2004 til 2009, verði 6% árið 2004 og hækki síðan árlega og verði 9,5% fiskveiðiárið sem hefst 1. september 2009.
Á móti Veiðigjaldi falla niður nokkur gjöld sem eigendur fiskiskipa hafa greitt. Annars vegar er um að ræða tímabundin gjöld í Þróunarsjóð sjávarútvegsins sem samkvæmt lögum áttu að falla úr gildi 1. september 2008. Í fjárlögum ársins 2004 er gert ráð fyrir að innheimtan nemi um 742 m.kr. Hins vegar veiðieftirlitsgjald sem greitt er til Fiskistofu og í fjárlögum 2004 er áætlað um 335 m.kr.
Sjávarútvegsráðuneytið
16. júlí 2004