Samgönguráðherra heimsækir Reykjavíkurhöfn
Með í för voru einnig fulltrúar Siglingastofnunar og lögreglunnar í Reykjavík.
Heimsóknin var farin í tilefni nýrra reglna um siglingavernd, þ.e. alþjóðlegt öryggiskerfi í höfnum og skipum, sem tóku gildi 1. júlí sl. og taka til farþega- og flutningaskipa yfir 500 brúttótonn að stærð sem eru í millilandasiglingum og hafna sem þjóna þeim.
Í heimsókninni kom fram að menn voru almennt sammála um að vel hefði tekist til með framkvæmd siglingaverndar í Reykjavíkurhöfn, t.d. á Miðbakkanum þar sem afgreidd eru skemmtiferðaskip í samræmi við kröfur siglingaverndar, en jafnframt reynt að nýta hafnarbakkann fyrir fiskiskip og hafa hann aðgengilegan almenningi þegar aðstæður leyfa.
Samgönguráðuneytið ber ábyrgð á innleiðingu og framkvæmd siglingaverndar hér á landi, en ráðuneytið hefur falið Siglingastofnun Íslands umsjón með framkvæmdinni auk m.a. Ríkislögreglustjóra og Tollstjóranum í Reykjavík. Með góðri samvinnu allra hlutaðeigandi aðila hefur tekist að leysa þetta umfangsmikla verkefni og eru Íslendingar framarlega í flokki þjóða sem voru með öryggiskröfur í lagi þegar nýju reglurnar gengu í gildi 1. júlí sl.