Hoppa yfir valmynd
28. júlí 2004 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Sameining sveitarfélaga

Hrísey
Hrísey

Félagsmálaráðuneytið staðfesti þann 20. júlí sl. sameiningu tveggja sveitarfélaga í umdæmi sýslumannsins á Akureyri. Sveitarfélögin sem sameinuðust eru Hríseyjarhreppur og Akureyrarkaupstaður en íbúar beggja sveitarfélaganna samþykktu sameininguna í atkvæðagreiðslu sem fram fór samhliða forsetakosningum 26. júní sl.

Sameiningin tekur gildi 1. ágúst 2004 og mun bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar fara með stjórn hins sameinaða sveitarfélags fram að almennum sveitarstjórnarkosningum í maí 2006. Nafn hins sameinaða sveitarfélags verður Akureyrarkaupstaður.

Við sameininguna fækkar sveitarfélögum á landinu um eitt og verða þau þá 103 talsins.

Auglýsing um staðfestingu félagsmálaráðuneytis á sameiningu Hríseyjarhrepps og Akureyrarkaupstaðar í eitt sveitarfélag, nr. 610/2004.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum