Fundur forsætisráðherra Norðurlanda
Sunnudaginn 8. ágúst nk. verður haldinn fundur forsætisráðherra Norðurlanda í Sveinbjarnargerði við Eyjafjörð. Á fundinum sem hefst kl. 17:00 verður fjallað um norræn málefni, Evrópumál og önnur alþjóðamál.
Að fundi ráðherranna loknum, um kl. 18:30, verður haldinn stuttur blaðamannafundur þar sem ráðherrarnir sitja fyrir svörum. Þeir fréttamenn sem hyggjast taka þátt í blaðamannafundinum eru beðnir um að tilkynna þátttöku sína til Kristínar S. Halldórsdóttur í utanríkisráðuneytinu í síma 545-9967 eða e-mail: [email protected].
Á mánudeginum 9. ágúst fara ráðherrarnir í skoðunarferð til Goðafoss og Mývatns.
Vegna veikindaforfalla Davíðs Oddssonar forsætisráðherra verður Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra gestgjafi af Íslands hálfu á fundinum.
Í Reykjavík, 4. ágúst 2004.