Hoppa yfir valmynd
4. ágúst 2004 Forsætisráðuneytið

Fundur forsætisráðherra Norðurlanda

Sunnudaginn 8. ágúst nk. verður haldinn fundur forsætisráðherra Norðurlanda í Sveinbjarnargerði við Eyjafjörð. Á fundinum sem hefst kl. 17:00 verður fjallað um norræn málefni, Evrópumál og önnur alþjóðamál.

Að fundi ráðherranna loknum, um kl. 18:30, verður haldinn stuttur blaðamannafundur þar sem ráðherrarnir sitja fyrir svörum. Þeir fréttamenn sem hyggjast taka þátt í blaðamannafundinum eru beðnir um að tilkynna þátttöku sína til Kristínar S. Halldórsdóttur í utanríkisráðuneytinu í síma 545-9967 eða e-mail: [email protected].

Á mánudeginum 9. ágúst fara ráðherrarnir í skoðunarferð til Goðafoss og Mývatns.

Vegna veikindaforfalla Davíðs Oddssonar forsætisráðherra verður Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra gestgjafi af Íslands hálfu á fundinum.


Í Reykjavík, 4. ágúst 2004.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta