Hoppa yfir valmynd
5. ágúst 2004 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Sameining sveitarfélaga ákveðin á Héraði

Sameining sveitarfélaga
Sameining sveitarfélaga

Sveitarstjórnir sveitarfélaganna þriggja, Austur-Héraðs, Fellahrepps og Norður-Héraðs, hafa samþykkt sameiningu sveitarfélaganna eftir tvær umræður í sveitarstjórnum.

Oddvitar sveitarfélaganna undirrituðu í gærkvöldi beiðni um formlega staðfestingu á sameiningunni.

Í kjölfar sameiningar sveitarfélaganna þriggja eru sveitarfélög á Íslandi orðin 101. Meðalíbúafjöldi hefur hækkað úr tæplega 2.800 íbúum í hverju sveitarfélagi í tæplega 2.900 íbúa.

Kosningar til nýrrar sveitarstjórnar fara fram 16. október næstkomandi, en utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst 23. ágúst. Samhliða fer fram skoðanakönnun um nýtt nafn á sveitarfélagið.

Gildistaka sameiningar sveitarfélaganna er 1. nóvember 2004.

Um 3.000 íbúar verða í hinu nýja sameinaða sveitarfélagi á Fljótsdalshéraði.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta